ÍSBÚI

HERRAlegur

 

Mjólkursamlag KEA hóf framleiÐslu á Ísbúa áriÐ 1989. Fyrirmyndin
var hinn vinsæli Danbo-ostur frá Danmörku. BragÐmikill ostur meÐ
flauelsmjúka áferÐ og margslungiÐ bragÐ sem er í senn grösugt
og kjötkennt meÐ ávaxtasætu í endann. Ísbúi parast jafn vel meÐ
sætu og söltu meÐlæti og er virkilega skemmtilegur eftir matinn.

MEÐ VÍNI:
Létt og sæt Gewürztraminer, Riesling og jafnvel Pinot Gris parast
vel meÐ Ísbúa. ViÐ hátíÐartækifæri og Þegar Ísbúi er velÞroskaÐur
væru púrtvínsdreitill eÐa sæt desertvín viÐeigandi. Af rauÐvínum
mætti reyna Chianti eÐa Pinot Noir.
MEÐ BJÓR:
MeÐ vel þroskuÐum Ísbúa mætti prófa sig áfram meÐ Indian Pale ale (IPA)  sem hefur sterkan humlakarakter. Einnig mætti prófa írskan Stout eÐa Porter en ekki Imperial Stout Þar sem hann hefur of mikiÐ áfengi  og bragÐstyrk og myndi yfirgnæfa ostinn.

GóÐur í Raclette meÐ sýrÐum gúrkum, nýsoÐnum
kartöflum, góÐri skinku og ólífum.
-
Tilvalinn á eftiréttabakka, parast vel meÐ dessertvínum
og sætmeti. Milt hunang, hnetur og púrtvínssoÐnar perur
eru kjöriÐ meÐlæti meÐ Þessum margslungna osti.
-
Ísbúi er tilvalinn í íslenska útgáfu af hinu fræga
kartöflugratíni Tartiflette. Frakkarnir setja kartöflur,
rjóma og beikonbita á fat. Ofan á ÞaÐ fer Reblechon-
ostur en í staÐ hans geta Íslendingar notaÐ bragÐmikinn
Ísbúa ásamt bita af Camembert.