JARL

HÖFÐINGLEGUR

 

Óðals-Jarlinn er bragðmikill ostur í ætt við hinn danska „Gamle Ole“, en á rætur að rekja til Skagafjarðar. Jarlinn er rauðkíttostur og ber keim af kjötmeti en því fylgir einkar kröftugt eftirbragð. Jarlinn parast vel með grófu brauði, ólífum, hnetum og kokteiltómötum en fersk ber eru honum ekki að skapi. Þessi höfðingi úr Skagafirði vill að eftir honum sé tekið.