TINDUR

HöfÐinglegur

 

NÝJASTI MEÐLIMUR ÓÐALS FJÖLSKYLDUNNAR ER FRAMLEIDDUR Í SKAGAFIRÐI ENDA
NEFNDUR EFTIR FJALLINU TINDASTÓL.
TINDUR ER EINSTAKUR OSTUR SEM FENGIÐ HEFUR DRJÚGAN ÞROSKUNARTÍMA ÞAR TIL
HINU EINKENNANDI ÞÉTTA BRAGÐI HEFUR VERIÐ NÁÐ.

ÓÐALS TINDUR ER SÉRSTAKLEGA BRAGÐMIKILL, HÆFIR VIÐ ÝMIS TÆKIFÆRI OG ER
DÁSAMLEGUR EINN OG SÉR. HANN PARAST VEL MEÐ STERKU BRAGÐI ÞAR SEM HANN
LÆTUR FÁTT YFIRGNÆFA SIG.

MEÐ VÍNI:
CHARDONNAY, PINOT GRIS FRÁ ALSACE OG RIESLING PARAST VEL MEÐ
MARGSLUNGNU BRAGÐI OSTSINS. RAUÐVÍN SEM PASSA VEL VIÐ ERU MEÐAL
ANNARS BEAUJOLAIS OG PINOT NOIR OG ÞEGAR OSTURINN ER ORÐINN
SÉRSTAKLEGA KRÖFTUGUR MÁ EINNIG PRÓFA SYRAH OG MERLOT.
MEÐ BJÓR:
ÓÐALS TINDUR ER AFAR BJÓRVÆNN OSTUR EN PARAST M.A. SÉRSTAKLEGA
VEL MEÐ HEFÐBUNDNUM BOCK OG TRIPPEL BJÓRUM. EINNIG ER GOTT AÐ
PRÓFA ÞURRAN EPLA- EÐA PERU-CIDER MEÐ.

FRÁBÆR MEÐ FORDRYKKNUM ÁSAMT SKÁL AF HUNANGSRISTUÐUM MÖNDLUM
EÐA KRYDDAÐRI HNETUBLÖNDU.
-
„TINDLOKAN“ ER RISTAÐ GRÓFT BRAUÐ MEÐ ÓÐALS TINDI, GRILLAÐRI
MÍNÚTUSTEIK OG BRAGÐSTERKRI KRYDDSULTU (CHUTNEY).
-
ÞÉTT ÁFERÐ OG BRAGÐSTYRKUR OSTSINS GERIR HANN FULLKOMIN TIL AÐ RIFA
YFIR PASTARÉTTI OG KARTÖFLUGRATÍN.
-
SETJIÐ NÆFURÞUNNAR SNEIÐAR YFIR NAUTA-CARPACCIO Í STAÐINN FYRIR
PARMIGIANO-/PARMESAN OST
-
ÓÐALS TINDUR BRÁÐNAR MJÖG VEL OG ER ÞVÍ FYRIRTAK Í FONDUE.
-
TILVALINN Á EFTIRRÉTTABAKKAN MEÐ KASTANÍUHUNANGI EÐA ÖÐRU
BRAGÐMIKLU HUNANGI, VALHNETUM OG VEL ÞROSKUÐUM PERUM.
-
KARTÖFLUSMÆLKI OG GULRÆTUR, BAKAÐ Í OFNI MEÐ HVÍTLAUKSMJÖRI,
TIMIAN OG ÓÐALS TINDI.
-
„TINDAPESTÓ“ FÆST MEÐ ÞVÍ AÐ STEYTA SAMAN KERFIL, GRASLAUK, RIFINN
SÍTRÓNUBÖRK, MÖNDLUR OG ÓÐALS TINDI ÁSAMT VÆNUM SLURK AF GÓÐRI
OLÍU (T.D. MÖNDLUÓLÍU). BÆTIÐ SVO VIÐ SALTI OG PIPAR EFTIR SMEKK.